Fótbolti

Stórsigrar Arsenal og Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas skorar fyrra mark sitt í kvöld.
Cesc Fabregas skorar fyrra mark sitt í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Arsenal og Chelsea fóru á kostum í sínum leikjum í Meistaradeild Evrópu í kvöld og unnu stórsigra.

Arsenal vann 6-0 sigur á Braga frá Portúgal á heimavelli þar sem Cesc Fabregas fór á kostum. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar.

Chelsea gerði góða ferð til Slóvakíu þar sem liðið vann 4-1 sigur á MSK Zilina. Nicolas Anelka skoraði tvívegis fyrir þá bláklæddu.

Real Madrid mátti sætta sig við 2-0 sigur á Ajax á heimavelli en yfirburðir Madrídingar voru miklir í leiknum og fóru leikmenn liðsins illa með mörg færi.

Þá minnti Zlatan Ibrahimovic rækilega á sig er hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri AC Milan á Auxerre frá Frakklandi.

Bayern München, sem komst í úrslit keppninnar á síðasta tímabili, vann 2-0 sigur á Roma með tveimur síðbúnum mörkum.

Úrslit og markaskorarar:

E-riðill:



Bayern München - AS Roma 2-0

1-0 Thomas Müller (79.)

2-0 Miroslav Klose (83.)

CFR Cluj - Basel 2-1

1-0 Ionut Rada (9.)

2-0 Lacine Traore (13.)

2-1 Valentin Stocker (45.)

F-riðill:

Zilina - Chelsea 1-4

0-1 Michael Essien (13.)

0-2 Nicolas Anelka (24.)

0-3 Anelka (28.)

0-4 Daniel Sturridge (48.)

1-4 Tomas Oravec (55.).

Marseille - Spartak Moskva 0-1

0-1 Azpilicueta, sjálfsmark (82.)

G-riðill:

AC Milan - Auxerre 2-0

1-0 Zlatan Ibrahimovic (66.)

2-0 Zlatan (70.).

Real Madrid - Ajax 2-0

1-0 Anita, sjálfsmark (31.)

2-0 Higuain (73.).

H-riðill:

Arsenal - Braga 6-0

1-0 Cesc Fabregas, víti (9.)

2-0 Andrei Arshavin (30.)

3-0 Marouane Chamakh (34.)

4-0 Fabregas (53.)

5-0 Carlos Vela (68.)

6-0 Carlos Vela (84.)

Shakhtar Donetsk - Partizan Belgrad 1-0

1-0 Dario Srna (71.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×