NBA í nótt: Sjöundi sigur Chicago í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2010 09:13 Carlos Boozer var öflugur í nótt. Mynd/AP Chicago vann sinn sjöunda sigur í röð, Paul Pierce stöðvaði sigurgöngu New York og LeBron James var aftur heitur gegn sínum gömlu félögum í Cleveland er Miami vann sinn tíunda sigur í röð. Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago vann Toronto, 110-93, þar sem Carlos Boozer fór mikinn og skoraði 34 stig og tók tólf fráköst. En það var tilkynnt eftir leikinn að Joakim Noah muni gengast undir aðgerð á hægri þumalputta og verði frá næstu 8-10 vikurnar. Noah skoraði ellefu stig og tók ellefu fráköst í leiknum í nótt en hann meiddist í leik gegn Sacramento í lok síðasta mánaðar. „Hann er mikil hetja fyrir að hafa spilað meiddur í svo langan tíma," sagði Boozer eftir leikinn. „Ég tek hatt minn ofan fyrir honum." Luol Deng bætti við nítján stigum fyrir Chicago og Derrick Rose gaf alls ellefu stoðsendingar í leiknum. Sigur Chicago var öruggur en liðið var mest með 29 stiga forystu í leiknum. Leandro Barbosa var með 21 stig fyrir Toronto sem hefur nú tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni. Paul Pierce þakkar fyrir sig eftir leikinn í nótt.Mynd/AP Boston vann New York, 118-116, þar sem Paul Pierce var einu sinni sem oftar hetja Boston en hann skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,4 sekúndur voru til leiksloka. Amare Stoudemire náði reyndar að setja niður þrist eftir þetta en dómarar úrskuðuð að karfan hafi verið ógild þar sem að leiktíminn var útrunninn. New York hafði unnið átta leiki í röð en máttu sætta sig við súrt tap í nótt. Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston sem var undir stærstan hluta fjórða leikhluta. LA Lakers vann Indiana, 109-94. Kobe Bryant skoraði 31 stig, þar af 25 í síðari hálfleik. Dallas vann Portland, 103-98. Caron Butler skoraði 23 stig og Dirk Nowitzky 21, þar af tólf í fjórða leikhluta. Já, LeBron er vissulega í Miami.Mynd/AP Miami vann Cleveland, 101-95, þar sem að Dwyane Wade skoraði 28 stig. LeBron James skoraði 21 stig og tók þrettán fráköst gegn sínu gamla félagi. Þetta var tíundi sigur Miami í röð. Philadelphia vann LA Clippers, 105-91. Jrue Holiday skoraði 24 stig og Andre Iguodala 20 fyrir Philadelphia. Memphis vann Charlotte, 113-80. OJ Mayo skoraði 24 stig og Rudy Gay 23 fyrir Memphis. New Orleans vann Sacramento, 94-91. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir New Orleans sem vann eftir að hafa verið 23 stigum undir í leiknum. Oklahoma City vann Houston, 117-105. Kevin Durant skoraði 32 stig og Thabo Sefolosha bætti við fimmtán stigum og tók þar að auki níu fráköst. Manu Ginobili í leiknum í nótt.Mynd/AP San Antonio vann Milwaukee, 92-90. Manu Ginobili tryggði San Antonio sigurinn með flautukörfu.Phoenix vann Minnesota, 128-122. Channing Frye setti niður sjö þrista í leiknum fyrir Phoenix en Steve Nash gaf alls nitján stoðsendingar í leiknum. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Chicago vann sinn sjöunda sigur í röð, Paul Pierce stöðvaði sigurgöngu New York og LeBron James var aftur heitur gegn sínum gömlu félögum í Cleveland er Miami vann sinn tíunda sigur í röð. Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago vann Toronto, 110-93, þar sem Carlos Boozer fór mikinn og skoraði 34 stig og tók tólf fráköst. En það var tilkynnt eftir leikinn að Joakim Noah muni gengast undir aðgerð á hægri þumalputta og verði frá næstu 8-10 vikurnar. Noah skoraði ellefu stig og tók ellefu fráköst í leiknum í nótt en hann meiddist í leik gegn Sacramento í lok síðasta mánaðar. „Hann er mikil hetja fyrir að hafa spilað meiddur í svo langan tíma," sagði Boozer eftir leikinn. „Ég tek hatt minn ofan fyrir honum." Luol Deng bætti við nítján stigum fyrir Chicago og Derrick Rose gaf alls ellefu stoðsendingar í leiknum. Sigur Chicago var öruggur en liðið var mest með 29 stiga forystu í leiknum. Leandro Barbosa var með 21 stig fyrir Toronto sem hefur nú tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni. Paul Pierce þakkar fyrir sig eftir leikinn í nótt.Mynd/AP Boston vann New York, 118-116, þar sem Paul Pierce var einu sinni sem oftar hetja Boston en hann skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,4 sekúndur voru til leiksloka. Amare Stoudemire náði reyndar að setja niður þrist eftir þetta en dómarar úrskuðuð að karfan hafi verið ógild þar sem að leiktíminn var útrunninn. New York hafði unnið átta leiki í röð en máttu sætta sig við súrt tap í nótt. Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston sem var undir stærstan hluta fjórða leikhluta. LA Lakers vann Indiana, 109-94. Kobe Bryant skoraði 31 stig, þar af 25 í síðari hálfleik. Dallas vann Portland, 103-98. Caron Butler skoraði 23 stig og Dirk Nowitzky 21, þar af tólf í fjórða leikhluta. Já, LeBron er vissulega í Miami.Mynd/AP Miami vann Cleveland, 101-95, þar sem að Dwyane Wade skoraði 28 stig. LeBron James skoraði 21 stig og tók þrettán fráköst gegn sínu gamla félagi. Þetta var tíundi sigur Miami í röð. Philadelphia vann LA Clippers, 105-91. Jrue Holiday skoraði 24 stig og Andre Iguodala 20 fyrir Philadelphia. Memphis vann Charlotte, 113-80. OJ Mayo skoraði 24 stig og Rudy Gay 23 fyrir Memphis. New Orleans vann Sacramento, 94-91. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir New Orleans sem vann eftir að hafa verið 23 stigum undir í leiknum. Oklahoma City vann Houston, 117-105. Kevin Durant skoraði 32 stig og Thabo Sefolosha bætti við fimmtán stigum og tók þar að auki níu fráköst. Manu Ginobili í leiknum í nótt.Mynd/AP San Antonio vann Milwaukee, 92-90. Manu Ginobili tryggði San Antonio sigurinn með flautukörfu.Phoenix vann Minnesota, 128-122. Channing Frye setti niður sjö þrista í leiknum fyrir Phoenix en Steve Nash gaf alls nitján stoðsendingar í leiknum.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira