Sterk staða Íslands Steingrímur J. Sigfússon skrifar 31. desember 2011 13:00 Ársins 2011 verður tæpast minnst með söknuði í Evrópu almennt séð. Á efnahagssviðinu hafa hrannast upp óveðursský og fátt bendir til annars en áframhaldandi glímu við mikla efnahagserfiðleika álfunnar sem í vaxandi mæli smita yfir á heimsbúskapinn. Ekki er lengur eingöngu rætt einangrað um vandamál ríkja eins og Grikklands, Portúgals, Írlands, Ítalíu og Spánar. Nú er spurt hvaða ríki kunni næst að lenda í vandræðum, hver verði framtíð evrunnar og hverju þurfi til að kosta efnahagslega og pólitískt, eigi að takast að bjarga henni. Fyrir Ísland, sem og heimsbyggðina alla, eru þetta alvarlegir atburðir, en það vill gleymast að Evrópa er lang mikilvægasti markaðurinn fyrir útflutningsafurðir okkar. Vandi margra þjóða í Evrópu og fremur dauflegar horfur sýnir að það er hægara sagt en gert að sigrast á djúpstæðum efnahagserfiðleikum, hvað þá hruni eins og hér varð í október 2008. Á heimsvísu var árið 2011 ár bæði vona og vonbrigða. Vonir um aukið lýðræði og manneskjulegra stjórnarfar vöknuðu í nokkrum löndum arabaheimsins, en í baráttunni við loftslagsbreytingar tókst með naumindum að afstýra algerri uppgjöf. Fjölmiðlar fluttu sinn venjulega skammt af fréttum um átök, hungur og náttúruhamfarir í bland við glansmynda- og hneykslismál ríka og fræga fólksins. Hvernig hinum venjulegu meðal Jónum og Gunnum heimsins vegnar er erfiðara að segja. Svo mikið er víst að sameiginlega bíða mannkynsins gríðarleg úrlausnarefni og tíminn til að takast á við þau gengur hratt til þurrðar.Út úr kreppunni Ef við lítum okkur nær og reynum að svara spurningunni; hvernig stendur Ísland að vígi undir lok árs 2011, þá er svarið í mínum huga nokkuð ljóst. Íslandi hefur tekist það sem í mörgum öðrum Evrópulöndum ríkir tvísýna um, þ.e. að ná tökum á erfiðleikum sínum með trúverðugum hætti. Og árangur Íslands er enn markverðari í ljósi þess að hrunið á Íslandi var það umfangsmesta í álfunni, því um var að ræða allt í senn: bankahrun, gjaldmiðla- og skuldakreppu. Landið og stjórnvöld höfðu glatað öllum trúverðugleika sínum og hávær umræða var um að ekkert annað en þjóðargjaldþrot biði Íslendinga. Munurinn á stöðu landsins þá og nú er sláandi eins og fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar hafa bent á, m.a. á ráðstefnu fyrr í vetur um lærdóma Íslands af hruninu. Á næsta ári stefnir í að afgangur á venjubundnum rekstri ríkisins, svonefndur frumjöfnuður, verði upp á 40 mia. kr. sem þýðir að ríkissjóður getur farið að grynnka á þeim ógnarskuldum sem hann tók á sig við hrunið. Þannig mun skuldastaða ríkissjóðs fara lækkandi á næstu árum.Lífskjarasóknin hafin Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuðum þessa árs var sterkari en nokkur þorði að vona eða vöxtur upp á 3,7%. Með auknum krafti í efnahagslífinu og tímamótasamningum á vinnumarkaði síðastliðið sumar hefur staða almennings rést við þegar er litið er til launaþróunar. Kaupmáttur launa hefur vaxið um 3,7% undanfarna tólf mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar en vísitala kaupmáttar launa var 111,2 í nóvember sem er svipað og hún var um áramótin 2004-2005. Á þeim 31 mánuði sem liðinn er frá því að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar tók við völdum hefur kaupmáttur launa aukist um 3,3%. Í fyrsta sinn um langt árabil fara nú skuldir heimilanna lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Það ásamt fjárhagslegri endurskipulagningu þúsunda fyrirtækja leggur grunn að áframhaldandi og frekari efnahagsbata. Undirstöður og innviðir íslensks þjóðarbúskapar eru þrátt fyrir allt sem hér gerðist sterkar. Við erum ríkulega búin af auðlindum sem á komandi áratugum geta orðið uppspretta velsældar ef rétt er á málum haldið í heimi þar sem fæða þarf sífellt fleiri munna og endurnýjanleg orka verður gulli betri.Forgangsmál að draga úr atvinnuleysi Á nýju ári verður forgangsverkefni að ná niður atvinnuleysi. Atvinnuvegafjárfesting á fyrstu þremur fjórðungum ársins hefur vaxið um 13% frá fyrra ári. Og það sem mikilvægast er, í hagkerfinu eru nú farin að skapast störf aftur. Síðan atvinnuleysið náði hámarki sínu á síðasta ári hafa orðið til 5.000 ný störf og til viðbótar því hafa fjölmörg vinnumarkaðsúrræði verið sett í gang til að aðstoða fólk af atvinnuleysisskrá. Þannig hefur náðst markverður árangur í baráttunni við atvinnuleysið þó það sé vissulega enn okkar mesta böl ásamt með erfiðri skuldastöðu margra heimila. Með batnandi efnahag vonum við að sú staða breytist jafnframt til hins betra. Ég þakka Fréttablaðinu og lesendum þess samfylgdina á árinu og óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Ársins 2011 verður tæpast minnst með söknuði í Evrópu almennt séð. Á efnahagssviðinu hafa hrannast upp óveðursský og fátt bendir til annars en áframhaldandi glímu við mikla efnahagserfiðleika álfunnar sem í vaxandi mæli smita yfir á heimsbúskapinn. Ekki er lengur eingöngu rætt einangrað um vandamál ríkja eins og Grikklands, Portúgals, Írlands, Ítalíu og Spánar. Nú er spurt hvaða ríki kunni næst að lenda í vandræðum, hver verði framtíð evrunnar og hverju þurfi til að kosta efnahagslega og pólitískt, eigi að takast að bjarga henni. Fyrir Ísland, sem og heimsbyggðina alla, eru þetta alvarlegir atburðir, en það vill gleymast að Evrópa er lang mikilvægasti markaðurinn fyrir útflutningsafurðir okkar. Vandi margra þjóða í Evrópu og fremur dauflegar horfur sýnir að það er hægara sagt en gert að sigrast á djúpstæðum efnahagserfiðleikum, hvað þá hruni eins og hér varð í október 2008. Á heimsvísu var árið 2011 ár bæði vona og vonbrigða. Vonir um aukið lýðræði og manneskjulegra stjórnarfar vöknuðu í nokkrum löndum arabaheimsins, en í baráttunni við loftslagsbreytingar tókst með naumindum að afstýra algerri uppgjöf. Fjölmiðlar fluttu sinn venjulega skammt af fréttum um átök, hungur og náttúruhamfarir í bland við glansmynda- og hneykslismál ríka og fræga fólksins. Hvernig hinum venjulegu meðal Jónum og Gunnum heimsins vegnar er erfiðara að segja. Svo mikið er víst að sameiginlega bíða mannkynsins gríðarleg úrlausnarefni og tíminn til að takast á við þau gengur hratt til þurrðar.Út úr kreppunni Ef við lítum okkur nær og reynum að svara spurningunni; hvernig stendur Ísland að vígi undir lok árs 2011, þá er svarið í mínum huga nokkuð ljóst. Íslandi hefur tekist það sem í mörgum öðrum Evrópulöndum ríkir tvísýna um, þ.e. að ná tökum á erfiðleikum sínum með trúverðugum hætti. Og árangur Íslands er enn markverðari í ljósi þess að hrunið á Íslandi var það umfangsmesta í álfunni, því um var að ræða allt í senn: bankahrun, gjaldmiðla- og skuldakreppu. Landið og stjórnvöld höfðu glatað öllum trúverðugleika sínum og hávær umræða var um að ekkert annað en þjóðargjaldþrot biði Íslendinga. Munurinn á stöðu landsins þá og nú er sláandi eins og fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar hafa bent á, m.a. á ráðstefnu fyrr í vetur um lærdóma Íslands af hruninu. Á næsta ári stefnir í að afgangur á venjubundnum rekstri ríkisins, svonefndur frumjöfnuður, verði upp á 40 mia. kr. sem þýðir að ríkissjóður getur farið að grynnka á þeim ógnarskuldum sem hann tók á sig við hrunið. Þannig mun skuldastaða ríkissjóðs fara lækkandi á næstu árum.Lífskjarasóknin hafin Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuðum þessa árs var sterkari en nokkur þorði að vona eða vöxtur upp á 3,7%. Með auknum krafti í efnahagslífinu og tímamótasamningum á vinnumarkaði síðastliðið sumar hefur staða almennings rést við þegar er litið er til launaþróunar. Kaupmáttur launa hefur vaxið um 3,7% undanfarna tólf mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar en vísitala kaupmáttar launa var 111,2 í nóvember sem er svipað og hún var um áramótin 2004-2005. Á þeim 31 mánuði sem liðinn er frá því að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar tók við völdum hefur kaupmáttur launa aukist um 3,3%. Í fyrsta sinn um langt árabil fara nú skuldir heimilanna lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Það ásamt fjárhagslegri endurskipulagningu þúsunda fyrirtækja leggur grunn að áframhaldandi og frekari efnahagsbata. Undirstöður og innviðir íslensks þjóðarbúskapar eru þrátt fyrir allt sem hér gerðist sterkar. Við erum ríkulega búin af auðlindum sem á komandi áratugum geta orðið uppspretta velsældar ef rétt er á málum haldið í heimi þar sem fæða þarf sífellt fleiri munna og endurnýjanleg orka verður gulli betri.Forgangsmál að draga úr atvinnuleysi Á nýju ári verður forgangsverkefni að ná niður atvinnuleysi. Atvinnuvegafjárfesting á fyrstu þremur fjórðungum ársins hefur vaxið um 13% frá fyrra ári. Og það sem mikilvægast er, í hagkerfinu eru nú farin að skapast störf aftur. Síðan atvinnuleysið náði hámarki sínu á síðasta ári hafa orðið til 5.000 ný störf og til viðbótar því hafa fjölmörg vinnumarkaðsúrræði verið sett í gang til að aðstoða fólk af atvinnuleysisskrá. Þannig hefur náðst markverður árangur í baráttunni við atvinnuleysið þó það sé vissulega enn okkar mesta böl ásamt með erfiðri skuldastöðu margra heimila. Með batnandi efnahag vonum við að sú staða breytist jafnframt til hins betra. Ég þakka Fréttablaðinu og lesendum þess samfylgdina á árinu og óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar