Fimm íslensk merki á tískuvikuna í París 24. ágúst 2011 08:15 Rebekka Jónsdóttir hannar undir merkinu REY og er á leiðinni á tískuvikuna í París í fyrsta sinn ásamt íslensku merkjunum Kalda, Eygló, Helicopter og Shadow Creatures. Fréttablaðið/vilhelm „Ég fer út með bjartsýnina að vopni og vonast til að næla mér í nokkra viðskiptavini," segir Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður en hún fer nú í fyrsta sinn á tískuvikuna í París. Rebekka hannar undir merkinu REY og hefur farið einu sinni á tískuvikuna í New York. „Þar fékk ég margoft að heyra að fatnaðurinn ætti frekar heima í París. Mér hefur verið sagt að kaupendur á tískuvikunni í París séu opnari fyrir nýjum merkjum og þori frekar að taka áhættu, þar sem þeir eru yfirleitt með meira á milli handanna," segir Rebekka, en leggur áherslu á hún sé með báða fætur á jörðinni í þessum efnum og veit að það tekur tíma að festa sig í sessi í alþjóðlega tískuheiminum. Tískuvikan í París stendur frá 27. september til 5. október og er einn af stærstu tískuviðburðum í heiminum. Stærstu hönnuðir heims sýna þar sumarlínur sínar fyrir árið 2012. Auk Rey frá Rebekku eru það Kalda, Helicopter, Shadow Creatures og Eygló en flestar eru þær að freista gæfunnar í höfuðborg tískunnar í fyrsta sinn. Það er í mörg horn að líta áður farið er á tískuviku og auk þess er Rebekka að taka á móti vetrarlínu sinni og koma henni upp í versluninni Kiosk. Þegar Fréttablaðið náði tali af Rebekku var hún stressuð þar sem einn framleiðenda hennar í Ítalíu var með eitthvert vesen. „Þetta er eins og sinfónía. Ef einn strengur slitnar fer allt að hljóma illa. En maður lærir af þessu og í þetta sinn ætla ég að vera með öll smáatriði á hreinu. Til dæmis ekki gleyma pöntunareyðublöðum eins og ég gerði í New York," segir Rebekka hlæjandi áður en hún heldur áfram að hnýta saman alla lausa enda fyrir ferðina. -áp Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Ég fer út með bjartsýnina að vopni og vonast til að næla mér í nokkra viðskiptavini," segir Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður en hún fer nú í fyrsta sinn á tískuvikuna í París. Rebekka hannar undir merkinu REY og hefur farið einu sinni á tískuvikuna í New York. „Þar fékk ég margoft að heyra að fatnaðurinn ætti frekar heima í París. Mér hefur verið sagt að kaupendur á tískuvikunni í París séu opnari fyrir nýjum merkjum og þori frekar að taka áhættu, þar sem þeir eru yfirleitt með meira á milli handanna," segir Rebekka, en leggur áherslu á hún sé með báða fætur á jörðinni í þessum efnum og veit að það tekur tíma að festa sig í sessi í alþjóðlega tískuheiminum. Tískuvikan í París stendur frá 27. september til 5. október og er einn af stærstu tískuviðburðum í heiminum. Stærstu hönnuðir heims sýna þar sumarlínur sínar fyrir árið 2012. Auk Rey frá Rebekku eru það Kalda, Helicopter, Shadow Creatures og Eygló en flestar eru þær að freista gæfunnar í höfuðborg tískunnar í fyrsta sinn. Það er í mörg horn að líta áður farið er á tískuviku og auk þess er Rebekka að taka á móti vetrarlínu sinni og koma henni upp í versluninni Kiosk. Þegar Fréttablaðið náði tali af Rebekku var hún stressuð þar sem einn framleiðenda hennar í Ítalíu var með eitthvert vesen. „Þetta er eins og sinfónía. Ef einn strengur slitnar fer allt að hljóma illa. En maður lærir af þessu og í þetta sinn ætla ég að vera með öll smáatriði á hreinu. Til dæmis ekki gleyma pöntunareyðublöðum eins og ég gerði í New York," segir Rebekka hlæjandi áður en hún heldur áfram að hnýta saman alla lausa enda fyrir ferðina. -áp
Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira