Þó svo Zlatan Ibrahimovic hafi verið til mikilla vandræða hjá AC Milan í vetur hefur félagið engan hug á því að losa sig við leikmanninn í sumar.
Zlatan er kominn í þriggja leikja bann eftir að hafa hellt sér yfir aðstoðardómara í síðustu viku. Í þeim leik var hann nýkominn úr tveggja leikja banni.
"Ég hef ekki trú á öðru en að hann verði hér áfram. Hann hefur verið til fyrirmyndar fyrir utan síðasta mánuð. Þá hefur framkoma hans ekki verið til fyrirmyndar," sagði Massimiliano Allegri, þjálfari Milan.
Zlatan verður ekki seldur frá Milan
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Fótbolti