Erlent

Stjórnarflokkurinn bíður afhroð í kosningum

Fine Gael, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Írlands vann stórsigur í þingkosningum ef marka má útgönguspár. Samkvæmt þeim fékk flokkurinn 36% atkvæða og því nær öruggt að leiðtogi hans, Enda Kenny, verði næsti forsætisráðherra Írlands.

Sömu spár benda til þess að Fianna Fail, stjórnarflokkur undanfarna ára, bíði afhroð en kjósendur kenna flokknum um hrun efnahagskerfis landsins.

Stjórnmálaskýrendur segja líklegast að Fine Gael myndi ríkisstjórn með Verkamannaflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×