Gylfi Þór Sigurðsson mátti gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann er Hoffenheim gerði jafntefli, 1-1, á heimavelli gegn Freiburg. Freiburg jafnaði leikinn undir lokin.
Hoffenheim í níunda sæti deildarinnar en Freiburg er í næstneðsta sæti. Hoffenheim varð þarna af dýrmætum stigum.
Dortmund er aftur á móti komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar en meistararnir unnu 2-0 sigur á Schalke á heimavelli í dag. Robert Lewandowski og Felipe Santana skoruðu mörkin.

