Baráttan erfiða um orðsporið 2. október 2011 13:00 Þegar í óefni er komið veltir Starkaður Leví, helsta persóna skáldsögunnar Mannorðs eftir Bjarna Bjarnason, því fyrir sér hvort hægt sé að kaupa nýtt mannorð. Fréttablaðið/Anton Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni. „Sögupersónan elti mig eins og skugginn um kaffihús, flugvélar, flugstöðvar og hótel og ég saknaði hennar dálítið þegar ég þurfti að skilja við hana. Ef ég glugga í bókina núna er ég ekki að spá í hana sem bókmenntaverk, heldur að gá hvernig gamall félagi minn hefur það," segir Bjarni Bjarnason rithöfundur um níundu skáldsögu sína, Mannorð, sem kom út í síðustu viku. Að sögn Bjarna flaug téð sögupersóna, Starkaður Leví, of nærri sólu á útrásartímanum og brenndi vængina. Í bókinni nýtur hann hins ljúfa lífs erlendis en fer svo að sakna heimahaganna og áttar sig á að hann þráir viðurkenningu frá sínu eigin fólki. Þegar til Íslands er komið biður Starkaður þjóðina opinberlega fyrirgefningar en lendir þess í stað í stökustu vandræðum. Honum er bolað út af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu, hrint í Kringlunni og fleira í þeim dúr. Þegar ofan á bætist hugsanlegur fangelsisdómur vaknar hjá honum sú hugmynd hvort mögulegt sé að kaupa sér nýtt mannorð. Leiða þær umleitanir Starkað að Almari Loga, vel liðnum rithöfundi sem undir niðri hefur glatað trú á samfélag sitt. Bjarni, sem hóf að skrifa Mannorð í apríl í fyrra, nýtti sér meðal annars munnmælasögur um þær viðtökur sem útrásarvíkingar höfðu fengið í sínu daglega lífi eftir hrunið við skriftirnar. Hann segist hafa beðið marga um að lesa handritið að bókinni yfir, þar á meðal fólk sem tengt er viðskiptaheiminum. „Í ljós kom að lesendur meta það með mismunandi hætti hvernig gott mannorð verður til. Baráttan um orðsporið er mikið til barátta um „status" í borgaralegum heimi. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en verið samt hataðir. Þá verður bersýnilegt að mannorð veltur á fullkomlega huglægum gildum, hverfulum samskiptum allt niður í hvort einhver brosti falskt eða ekki á svipulu augnabliki. Að reyna að stjórna orðspori getur verið eins og að reyna að stjórna vindinum. Það er þó nokkuð sem Starkaður Leví reynir að gera í sögunni með miklum en umdeilanlegum árangri," segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni afar dularfulla tilfinningu fylgja því að senda frá sér þessa bók. „Allt breyttist hjá mér. Ég skrifaði bókina mest á kaffihúsinu Súfistanum. Þegar ég var búinn með bókina var kaffihúsinu lokað og innréttingin rifin niður, sem er óhugnanlega mikið í anda sögunnar. Á sama tíma þurrkaðist Facebook-síðan mín út og hefur ekkert bólað á henni síðan, sem er enn meira í anda sögunnar. Ég get því með sanni sagt að þegar ég hafi látið verkið frá mér hafi ég glatað stórum hluta af sjálfum mér. Núna er ég að leita að nýju kaffihúsi til að vinna á, nýju Facebook-sjálfi og áhugaverðri sögupersónu. Allar hugmyndir eru vel þegnar." kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni. „Sögupersónan elti mig eins og skugginn um kaffihús, flugvélar, flugstöðvar og hótel og ég saknaði hennar dálítið þegar ég þurfti að skilja við hana. Ef ég glugga í bókina núna er ég ekki að spá í hana sem bókmenntaverk, heldur að gá hvernig gamall félagi minn hefur það," segir Bjarni Bjarnason rithöfundur um níundu skáldsögu sína, Mannorð, sem kom út í síðustu viku. Að sögn Bjarna flaug téð sögupersóna, Starkaður Leví, of nærri sólu á útrásartímanum og brenndi vængina. Í bókinni nýtur hann hins ljúfa lífs erlendis en fer svo að sakna heimahaganna og áttar sig á að hann þráir viðurkenningu frá sínu eigin fólki. Þegar til Íslands er komið biður Starkaður þjóðina opinberlega fyrirgefningar en lendir þess í stað í stökustu vandræðum. Honum er bolað út af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu, hrint í Kringlunni og fleira í þeim dúr. Þegar ofan á bætist hugsanlegur fangelsisdómur vaknar hjá honum sú hugmynd hvort mögulegt sé að kaupa sér nýtt mannorð. Leiða þær umleitanir Starkað að Almari Loga, vel liðnum rithöfundi sem undir niðri hefur glatað trú á samfélag sitt. Bjarni, sem hóf að skrifa Mannorð í apríl í fyrra, nýtti sér meðal annars munnmælasögur um þær viðtökur sem útrásarvíkingar höfðu fengið í sínu daglega lífi eftir hrunið við skriftirnar. Hann segist hafa beðið marga um að lesa handritið að bókinni yfir, þar á meðal fólk sem tengt er viðskiptaheiminum. „Í ljós kom að lesendur meta það með mismunandi hætti hvernig gott mannorð verður til. Baráttan um orðsporið er mikið til barátta um „status" í borgaralegum heimi. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en verið samt hataðir. Þá verður bersýnilegt að mannorð veltur á fullkomlega huglægum gildum, hverfulum samskiptum allt niður í hvort einhver brosti falskt eða ekki á svipulu augnabliki. Að reyna að stjórna orðspori getur verið eins og að reyna að stjórna vindinum. Það er þó nokkuð sem Starkaður Leví reynir að gera í sögunni með miklum en umdeilanlegum árangri," segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni afar dularfulla tilfinningu fylgja því að senda frá sér þessa bók. „Allt breyttist hjá mér. Ég skrifaði bókina mest á kaffihúsinu Súfistanum. Þegar ég var búinn með bókina var kaffihúsinu lokað og innréttingin rifin niður, sem er óhugnanlega mikið í anda sögunnar. Á sama tíma þurrkaðist Facebook-síðan mín út og hefur ekkert bólað á henni síðan, sem er enn meira í anda sögunnar. Ég get því með sanni sagt að þegar ég hafi látið verkið frá mér hafi ég glatað stórum hluta af sjálfum mér. Núna er ég að leita að nýju kaffihúsi til að vinna á, nýju Facebook-sjálfi og áhugaverðri sögupersónu. Allar hugmyndir eru vel þegnar." kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira