Stefán Gíslason lék í kvöld sinn fyrsta leik með Lilleström eftir að hann samdi við félagið á ný og skoraði hann í 5-2 tapi gegn Rosenborg.
Stefán kom sínum mönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 36. mínútu og var staðan enn 1-0 fyrir Lilleström þegar síðari hálfleikur hófst.
En gestirnir frá Þrándheimi fóru mikinn eftir leikhléð og mátti Stefán Logi Magnússon, markvörður Lilleström, hirða knöttinn fimm sinnum úr eigin marki. Stefán Logi spilaði allan leikinn og Stefán Gíslason fyrstu 78 mínúturnar.
Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki með Lilleström vegna meiðsla en liðið er í tíunda sæti norsku úrvasldeildarinnar með 31 stig. Lilleström hefur nú tapað sex deildarleikjum í röð.
Rosenborg er í öðru sæti deildarinnar með 42 stig, sjö á eftir toppliði Molde.
Stefán skoraði í 5-2 tapleik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
