Erlent

Miðaldra maður tók skólastrák kverkataki

Call of Duty leikirnir eru vinsælustu tölvuleikir veraldar.
Call of Duty leikirnir eru vinsælustu tölvuleikir veraldar. mynd/AFP
Miðaldra maður í Plymouth, Mark Bradford, var handtekinn fyrr dag eftir að hafa tekið 13 ára dreng kverkataki. Hinn 46 ára gamli Bradford segist hafa ráðist á drenginn í stundarbrjálæði. Ástæða árásarinnar var tölvuleikurinn Call of Duty. Bradford sturlaðist eftir að skólastrákurinn hafði drepið hann ítrekað í leiknum og gert grín af honum.

Bradford kom að piltinum þar sem hann lék við félaga sinn og réðst á hann. Það var síðan móðir vinarins sem kom að árásinni. Bradford sleppti þá kverkatakinu og gekk í burtu.

Bradford er atvinnulaus, þriggja barna faðir. Hann verður leiddur fyrir dómara á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×