Er vændi auglýst í Fréttablaðinu? Hildur Sverrisdóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sagði í fréttum RÚV 28. september sl. að enginn vafi léki á því að vændi sé auglýst í smáauglýsingum Fréttablaðsins undir yfirskini nuddauglýsinga. Hann sagði jafnframt að í rannsókn væri hvort þarna væri um milligöngu vændis að ræða, og staðfesti síðar í viðtali að þar hefði hann átt við milligöngu Fréttablaðsins. Gera verður athugasemdir við þessi vinnubrögð af hálfu lögreglu, þar sem þessi ummæli mætti túlka sem ásakanir um refsiverð brot, þótt þær séu í þessu tilviki ekki vel rökstuddar. Í ljósi þessara ummæla er ástæða til að skýra stöðuna eins og hún snýr að útgáfufélagi Fréttablaðsins, 365 miðlum. Ólögleg starfsemi ekki auglýstÍ nýjum fjölmiðlalögum er kveðið skýrt á um að hérlendur auglýsandi beri ábyrgð á auglýsingu sem keypt er til birtingar. Útgefendur auglýsingamiðla starfa því eftir skýrum lagaramma þar sem eru gerð skil á milli ritstjórna og auglýsenda og lagt á auglýsendur að bera ábyrgð á því frelsi sem þeim er gefið til að til auglýsa vörur sínar og þjónustu. Því til grundvallar liggja málefnalegar forsendur sem snúa að þeim sjálfsagða rétti auglýsenda að útgefendur geti ekki stýrt því hvað sé auglýst og hvað ekki. Fréttablaðið hefur hins vegar að sjálfsögðu engan áhuga á að vera skjól fyrir ólöglega starfsemi af nokkru tagi. Auglýsingadeild blaðsins hefur því gengið eins og langt og hún hefur talið sig geta með að setja sér þá vinnureglu að birta ekki auglýsingar ef rök liggja fyrir um að auglýsingin beri með sér að um sé að ræða ólöglega starfsemi. Í því ljósi hefur Fréttablaðið ítrekað hafnað birtingu auglýsinga þar sem orðalag gefur til kynna að eitthvað annað og meira en nuddþjónusta væri í boði. Eftir stendur að í smáauglýsingum Fréttablaðsins er auglýst nudd. Það er ekkert ólöglegt við að auglýsa nudd og ekki heldur þó að um heilnudd eða brasilískt nudd sé að ræða eða að auglýsingin sé á ensku. Þau rök yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglu um að augljóst sé að um sé að ræða auglýsingar um vændi standast því ekki skoðun. Ef lögregla veit meira um starfsemi þeirra sem auglýsa í Fréttablaðinu þá hafa þær upplýsingar ekki borist blaðinu og mjög hæpið er að halda því fram að auglýsingin sjálf beri með sér að um sé að ræða ólöglegt athæfi. Er fjölmiðill lögregla?Ef auglýsing kveður á um löglega þjónustu er ekki hægt að leggja á útgefendur að rannsaka hvað annað gæti mögulega staðið að baki auglýsingu, þ.e. hvort hún sé í raun yfirvarp. Það er í raun sjálfsögð krafa að fjölmiðlar fari ekki í slíka ritskoðun án málefnalegra raka. Útgefandinn hefur ekki leyfi til að gera upp á milli auglýsenda sinna og getur ekki gengið á rétt aðila til að koma löglegri þjónustu á framfæri með auglýsingu. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á að vita að vilji Fréttablaðsins til að sporna gegn afbrotum á borð við vændiskaup hefur aldrei farið á milli mála. Fréttablaðið hefur unnið með lögreglunni í öll þau skipti sem grunur hefur vaknað um að auglýsing beri eitthvað vafasamt í för með sér. Fréttablaðið hefur einnig fylgt eftir slíkum beiðnum og haft samband við lögreglu til að fá upplýsingar um hvort rannsókn hafi skilað árangri og hvort lögreglan hafi upplýsingar um auglýsendur sem rök eru fyrir að banna að auglýsa í blaðinu. Slíkum fyrirspurnum Fréttablaðsins hefur ekki verið svarað af hálfu lögreglu. Í ljósi samskipta og að öðru leyti ágæts samstarfs Fréttablaðsins og kynferðisbrotadeildar lögreglu kom því óneitanlega leiðinlega á óvart að heyra ásakanir yfirmanns deildarinnar um að auglýsingar um vændi sé án vafa að finna í Fréttablaðinu og að það sé rannsakað sem möguleg milliganga um vændi þar sem ekkert slíkt hefur fyrr verið gefið í skyn. Það er vert að taka fram að leiðbeiningar um hvaða auglýsingar skuli banna geta ekki komið frá fjölmiðli ef hann á að virða þá aðgreiningu milli ritstjórnarefnis og auglýsinga sem ítrekuð er í nýju löggjöfinni. Stjórnvöld verða því að skoða hvort vilji sé til að aðrar forsendur verði veigameiri en sjálfstæði og ábyrgð auglýsenda og gefa út leiðbeinandi reglur þar að lútandi. Til að skapa slíkar forsendur verður til dæmis að beina slíkum beiðnum til nýrrar fjölmiðlanefndar sem fer með stjórnsýslu fjölmiðlalaganna. Án slíkra vísireglna frá til þess bærum stjórnvöldum er ekki hægt að gera aðrar kröfur til útgefenda fjölmiðla en að gæta að jafnræði gagnvart auglýsendum og bera virðingu fyrir rétti þeirra til að auglýsa. Fréttablaðið hefur því ekki talið sig geta hafnað birtingu auglýsinga nema fyrir liggi skýrar reglur um hvernig slíkt mat geti farið málefnalega fram. Útgáfufélagið mun hins vegar verða fyrst til að fagna því að slíkar vísireglur verði settar af til þess bærum stjórnvöldum. Fréttablaðið hefur því þegar haft frumkvæði að því að settar verði skýrari línur varðandi regluramma slíkra auglýsingabirtinga. Leitað hefur verið eftir samstarfi bæði við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Stígamót og mun kynferðisbrotadeild lögreglunnar kalla saman fund þessara aðila. Æskilegast væri að fjölmiðlanefnd kæmi einnig að þeirri vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sagði í fréttum RÚV 28. september sl. að enginn vafi léki á því að vændi sé auglýst í smáauglýsingum Fréttablaðsins undir yfirskini nuddauglýsinga. Hann sagði jafnframt að í rannsókn væri hvort þarna væri um milligöngu vændis að ræða, og staðfesti síðar í viðtali að þar hefði hann átt við milligöngu Fréttablaðsins. Gera verður athugasemdir við þessi vinnubrögð af hálfu lögreglu, þar sem þessi ummæli mætti túlka sem ásakanir um refsiverð brot, þótt þær séu í þessu tilviki ekki vel rökstuddar. Í ljósi þessara ummæla er ástæða til að skýra stöðuna eins og hún snýr að útgáfufélagi Fréttablaðsins, 365 miðlum. Ólögleg starfsemi ekki auglýstÍ nýjum fjölmiðlalögum er kveðið skýrt á um að hérlendur auglýsandi beri ábyrgð á auglýsingu sem keypt er til birtingar. Útgefendur auglýsingamiðla starfa því eftir skýrum lagaramma þar sem eru gerð skil á milli ritstjórna og auglýsenda og lagt á auglýsendur að bera ábyrgð á því frelsi sem þeim er gefið til að til auglýsa vörur sínar og þjónustu. Því til grundvallar liggja málefnalegar forsendur sem snúa að þeim sjálfsagða rétti auglýsenda að útgefendur geti ekki stýrt því hvað sé auglýst og hvað ekki. Fréttablaðið hefur hins vegar að sjálfsögðu engan áhuga á að vera skjól fyrir ólöglega starfsemi af nokkru tagi. Auglýsingadeild blaðsins hefur því gengið eins og langt og hún hefur talið sig geta með að setja sér þá vinnureglu að birta ekki auglýsingar ef rök liggja fyrir um að auglýsingin beri með sér að um sé að ræða ólöglega starfsemi. Í því ljósi hefur Fréttablaðið ítrekað hafnað birtingu auglýsinga þar sem orðalag gefur til kynna að eitthvað annað og meira en nuddþjónusta væri í boði. Eftir stendur að í smáauglýsingum Fréttablaðsins er auglýst nudd. Það er ekkert ólöglegt við að auglýsa nudd og ekki heldur þó að um heilnudd eða brasilískt nudd sé að ræða eða að auglýsingin sé á ensku. Þau rök yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglu um að augljóst sé að um sé að ræða auglýsingar um vændi standast því ekki skoðun. Ef lögregla veit meira um starfsemi þeirra sem auglýsa í Fréttablaðinu þá hafa þær upplýsingar ekki borist blaðinu og mjög hæpið er að halda því fram að auglýsingin sjálf beri með sér að um sé að ræða ólöglegt athæfi. Er fjölmiðill lögregla?Ef auglýsing kveður á um löglega þjónustu er ekki hægt að leggja á útgefendur að rannsaka hvað annað gæti mögulega staðið að baki auglýsingu, þ.e. hvort hún sé í raun yfirvarp. Það er í raun sjálfsögð krafa að fjölmiðlar fari ekki í slíka ritskoðun án málefnalegra raka. Útgefandinn hefur ekki leyfi til að gera upp á milli auglýsenda sinna og getur ekki gengið á rétt aðila til að koma löglegri þjónustu á framfæri með auglýsingu. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á að vita að vilji Fréttablaðsins til að sporna gegn afbrotum á borð við vændiskaup hefur aldrei farið á milli mála. Fréttablaðið hefur unnið með lögreglunni í öll þau skipti sem grunur hefur vaknað um að auglýsing beri eitthvað vafasamt í för með sér. Fréttablaðið hefur einnig fylgt eftir slíkum beiðnum og haft samband við lögreglu til að fá upplýsingar um hvort rannsókn hafi skilað árangri og hvort lögreglan hafi upplýsingar um auglýsendur sem rök eru fyrir að banna að auglýsa í blaðinu. Slíkum fyrirspurnum Fréttablaðsins hefur ekki verið svarað af hálfu lögreglu. Í ljósi samskipta og að öðru leyti ágæts samstarfs Fréttablaðsins og kynferðisbrotadeildar lögreglu kom því óneitanlega leiðinlega á óvart að heyra ásakanir yfirmanns deildarinnar um að auglýsingar um vændi sé án vafa að finna í Fréttablaðinu og að það sé rannsakað sem möguleg milliganga um vændi þar sem ekkert slíkt hefur fyrr verið gefið í skyn. Það er vert að taka fram að leiðbeiningar um hvaða auglýsingar skuli banna geta ekki komið frá fjölmiðli ef hann á að virða þá aðgreiningu milli ritstjórnarefnis og auglýsinga sem ítrekuð er í nýju löggjöfinni. Stjórnvöld verða því að skoða hvort vilji sé til að aðrar forsendur verði veigameiri en sjálfstæði og ábyrgð auglýsenda og gefa út leiðbeinandi reglur þar að lútandi. Til að skapa slíkar forsendur verður til dæmis að beina slíkum beiðnum til nýrrar fjölmiðlanefndar sem fer með stjórnsýslu fjölmiðlalaganna. Án slíkra vísireglna frá til þess bærum stjórnvöldum er ekki hægt að gera aðrar kröfur til útgefenda fjölmiðla en að gæta að jafnræði gagnvart auglýsendum og bera virðingu fyrir rétti þeirra til að auglýsa. Fréttablaðið hefur því ekki talið sig geta hafnað birtingu auglýsinga nema fyrir liggi skýrar reglur um hvernig slíkt mat geti farið málefnalega fram. Útgáfufélagið mun hins vegar verða fyrst til að fagna því að slíkar vísireglur verði settar af til þess bærum stjórnvöldum. Fréttablaðið hefur því þegar haft frumkvæði að því að settar verði skýrari línur varðandi regluramma slíkra auglýsingabirtinga. Leitað hefur verið eftir samstarfi bæði við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Stígamót og mun kynferðisbrotadeild lögreglunnar kalla saman fund þessara aðila. Æskilegast væri að fjölmiðlanefnd kæmi einnig að þeirri vinnu.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar