Innlent

Áfrýja niðurstöðu dómstólsins í New York

Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis
Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis
„Skilyrði sem dómarinn setti hafa ekki verið uppfyllt og eins teljum við rétt að láta reyna á þetta fyrir áfrýjunardómstól," segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis sem hefur áfrýjað niðurstöðu dómstóls í New York í Bandaríkjunum um að vísa frá skaðabótamáli á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans og endurskoðunarfyrirtækinu Price Waterhouse Coopers.

Steinunn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu.

Dómari vísaði málinu frá í desember á síðasta ári með þeim orðum að málið ætti heima á Íslandi en ekki í New York. Dómarinn setti hins vegar þau skilyrði fyrir frávísuninni að stefndu myndu fallast á að íslenskir dómstólar hefðu lögsögu í málinu og að eignir þeirra í útlöndum yrðu aðfarahæfar ef þeir myndu tapa málinu. Slitastjórn telur hins vegar að yfirlýsingar hinna stefndu uppfylli ekki þessi skilyrði og því hafi verið ákveðið að áfrýja málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×