Hekla fór að gjósa á Facebook Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 25. janúar 2011 12:18 Nei, Hekla er ekki að gjósa. Mynd/ Vilhelm Gunnarsson Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. Í raun byrjaði Hekla hins vegar alls ekki að gjósa í gær. Um var að ræða Facebook gabb sem rúmlega sex þúsund manns tóku þátt í. Mannskapurinn vakti athygli á margra ára gamalli frétt af mbl.is sem ber fyrirsögnina ,,Eldgos hafið í Heklu." Þannig birtist fréttin því mörgum á Facebook. Grikkurinn virðist hafa heppnast nokkuð vel því fæstir virðast hafa skoðað fréttina og kannað hvenær hún var skrifuð. Flestir lásu bara fyrirsögnina og hringdu í óðagoti í fréttastofuna. Þá bárust fréttamönnum símtöl frá vörubílstjórum sem höfðu lesið fyrirsögnina á facebook í farsíma sínum. Þeir sögðust sjá þungan og drungalegan mökk yfir Heklu og undruðu sig á því að fréttastofan hefði ekki gert grein fyrir náttúruhamförunum.Veðurstofumenn pirraðir Til að taka af allan vafa hafði fréttstofan því samband við Veðurstofuna í gærkvöld en þeir sem þar voru á vakt sögðust hafa fengið álíka mörg símtöl og fréttastofa stöðvar tvö og voru orðnir heldur þreyttir og pirraðir. Ekki er dregið í efa að þeir sem höfðu samband við fréttastofu hafi gert það með góðum hug og eru öllum þeim færðar bestu þakkir þó um plat hafi verið að ræða í þetta sinn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. Í raun byrjaði Hekla hins vegar alls ekki að gjósa í gær. Um var að ræða Facebook gabb sem rúmlega sex þúsund manns tóku þátt í. Mannskapurinn vakti athygli á margra ára gamalli frétt af mbl.is sem ber fyrirsögnina ,,Eldgos hafið í Heklu." Þannig birtist fréttin því mörgum á Facebook. Grikkurinn virðist hafa heppnast nokkuð vel því fæstir virðast hafa skoðað fréttina og kannað hvenær hún var skrifuð. Flestir lásu bara fyrirsögnina og hringdu í óðagoti í fréttastofuna. Þá bárust fréttamönnum símtöl frá vörubílstjórum sem höfðu lesið fyrirsögnina á facebook í farsíma sínum. Þeir sögðust sjá þungan og drungalegan mökk yfir Heklu og undruðu sig á því að fréttastofan hefði ekki gert grein fyrir náttúruhamförunum.Veðurstofumenn pirraðir Til að taka af allan vafa hafði fréttstofan því samband við Veðurstofuna í gærkvöld en þeir sem þar voru á vakt sögðust hafa fengið álíka mörg símtöl og fréttastofa stöðvar tvö og voru orðnir heldur þreyttir og pirraðir. Ekki er dregið í efa að þeir sem höfðu samband við fréttastofu hafi gert það með góðum hug og eru öllum þeim færðar bestu þakkir þó um plat hafi verið að ræða í þetta sinn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira