Fótbolti

Birkir Bjarnason: Spiluðum mjög góðan leik

Við spiluðum bara mjög góðan leik en ég veit ekki hvort við erum svona óheppnir eða einbeitingalausir í mörkunum þeirra," sagði Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport eftir 5-3 tapleik Íslands gegn Portúgal í kvöld. Birkir var einn besti leikmaður Íslands og átti stóran þátt í þriðja marki liðsins þar sem hann var felldur í vítateig Portúgals.

„Við þorðum að holda boltanum í síðari hálfleik," sagði Birkir en hann vildi lítið tjá sig um væntanleg þjálfaraskipti hjá íslenska landsliðinu og væntanleg vistaskipti hans en Birkir hefur leikið með Viking í Stavanger í Noregi undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×