Erlent

Obama og Rassmussen: Gaddafí verður að fara

Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur ítrekuðu báðir í dag kröfu sína um að Moammar Gaddafi yrði að láta af völdum í Lýbíu.

Rasmussen er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, en Danir eru ásamt Bretum mikilvægustu bandamenn Bandaríkjastjórnar í stríðinu gegn hryðjuverkum. Danir eru til að mynda með um 700 her- og lögreglumenn í Afganistan og tóku þátt í innrásinni þangað og í Írak. Obama og Rasmussen sögðu báðir að Gaddafi hefði glatað lögmæti sínu til að stjórna og allt yrði að gera til að stöðva morð hersveita hans á óbreyttum borgurum.

Obama þakkaði Dönum fyrir forystu þeirra í þessum málum í Evrópu og fyrir að hafa tekið þátt í viðskiptabanni á stjórn Gaddafis og ættingja hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×