Woods hefur unnið 14 stómót en Player er á þeirri skoðun að Woods hafi staðnað og tíð þjálfaraskipti og sveiflubreytingar flæki málin enn frekar.
Hank Haney, fyrrum þjálfari Woods, og Sean Foley sem er núverandi þjálfari kylfingsins hafa deilt í gegnum fjölmiðla að undanförnu. Og einkalíf Woods var helsta fréttaefnið á árinu 2010 – en ekki afrek hans á golfvellinum.

Woods sigraði síðast á stórmóti árið 2008 þegar hann lék best allra á opna bandaríska meistaramótinu. Hann er annar í röðinni yfir sigursælustu kylfinga allra tíma á stórmótunum fjórum sem eru Mastersmótið, opna breska meistaramótið, opna bandaríska meistaramótið og PGA-meistaramótið.
„Það er erfitt að segja að hann muni ekki ná að vinna á ný, en ég er farinn að efast um að hann slái met Jack Nicklaus. Margir þekktir kylfingar hafa ekki náð að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið vindinn í fangið – þar má nefna Seve Ballesteros og David Duval.
Eftirtaldir kylfingar hafa unnið flest stórmót á ferlinum:
Jack Nicklaus – 18
Tiger Woods – 14
Walter Hagen – 11
Ben Hogan – 9
Gary Player – 9
Tom Watson - 8
Bobby Jones - 7
Arnold Palmer - 7
Gene Sarazen - 7
Sam Snead - 7
Harry Vardon - 7
Nick Faldo - 6
Lee Trevino - 6
Seve Ballesteros - 5
James Braid - 5
Byron Nelson - 5
J.H. Taylor - 5
Peter Thomson - 5
Willie Anderson Jr. - 4
Jim Barnes - 4
Raymond Floyd - 4
Bobby Locke - 4
Phil Mickelson - 4
Tom Morris Jr. - 4
Tom Morris Sr. - 4
Willie Park Sr. - 4
Jamie Anderson - 3
Tommy Armour - 3
Julius Boros - 3
Billy Casper - 3
Henry Cotton - 3
Jimmy Demaret - 3
Ernie Els - 3
Bob Ferguson - 3
Ralph Guldahl - 3
Padraig Harrington - 3
Hale Irwin - 3
Cary Middlecoff - 3
Larry Nelson - 3
Nick Price - 3
Denny Shute - 3
Vijay Singh - 3
Payne Stewart - 3