Erlent

Fréttamenn handteknir í Tyrklandi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Þrír fréttamenn á netmiðli hafa verið handtekni í Tyrklandi og bíða réttarhalda fyrir að grafa undan ríkisstjórninni þar í landi.

Málið hefur vakið talsverða athygli en bandaríski sendiherrann í Tyrklandi fann sig meðal annars knúinn til þess að gagnrýna yfirvöld opinberlega. Tyrknesk yfirvöld svöruðu því til að bandarískum yfirvöldum kæmi innanríkismál Tyrklands ekkert við.

Sendiherrann sagðist óttast um frelsi fjölmiðla í Tyrklandi.

Um 400 fræðimenn, blaðamenn og fyrrverandi herforingjar, sæta réttarhöldum fyrir að grafa undan ríkisstjórninni í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×