Erlent

Smábær breytir nafninu í Hraði drepur

Skilti bæjarins Hraði drepur.
Skilti bæjarins Hraði drepur.
Smábær í Ástralíu hefur ákveðið að breyta nafninu sínu í „hraði drepur" í átaki sínu til þess að vekja athygli á umferðarslysum á sveitavegum. Bærinn heitir Hraði, eða „speed" á ensku.

Bæjarbúar sættust á að breyta nafni bæjarins í einn mánuð í átakinu. Og það er ekki bara bærinn sem breytir um nafn því einn íbúi bæjarins, hveitibóndinn Phil, ætlar einnig að breyta nafninu sínu tímabundið. Hann mun þá heita hægðu á þér Phil, eða „slow down Phil".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×