Erlent

Síðasti eftirlifandi hermaðurinnn úr fyrri heimstyrjöldinni látinn

Frank Buckels er látinn.
Frank Buckels er látinn.
Síðasti bandaríski hermaðurinn, sem tók þátt í fyrri heimstyrjöldinni, lést í gær,  110 ára gamall.

Hermaðurinn hét Frank Buckles, en hann laug til um aldur þegar hann skráði sig í herinn árið 1917. Þá var hann sextán ára gamall.

Buckels lifði það einnig af að vera stríðsfangi á Filippseyjum í seinni heimstyrjöldinni.

Buckels fæddist árið 1901 í Oklahoma. Þegar hann var spurður árið 2008 hvað honum fyndist um það að vera síðasti eftirlifandi hermaðurinn svaraði hann því til, að einhver hefði þurft að taka það að sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×