Erlent

Bretar sigursælir á Óskarnum

Colin Firth, Christian Bale, Melissa Leo og Natalie Portman, en þau hlutu verðlaun fyrir leik sinn.
Colin Firth, Christian Bale, Melissa Leo og Natalie Portman, en þau hlutu verðlaun fyrir leik sinn.
Bretar voru sigursælir á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Breska myndin Konungsræðan fékk fern Óskarsverðlaun. Þá hlaut Inside Job verðlaun sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar í aðra röndina um efnahagshrunið á Íslandi.

Það var mikil eftirvænting í Hollywood í nótt eins og við er að búast þegar Óskarsverðlaunin eru haldin. Breska myndin Konungsræðan, eða Kings Speech kom sá og sigraði og fékk óskarsverðlaun fyrir eftirsóttustu flokkana, það er leikstjórn, besta mynd, leikur í aðalhlutverki og handrit.

Bretinn Christian Bale hlaut óskarinn fyrir aukahlutverk í boxmyndinni The Fighter. Melissa Leo fékk óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í sömu mynd. Hún átti reyndar líka hneyksli hátíðarinnar þegar hún blótaði í útsendingunni. Hún baðst hinsvegar afsökunar á því.

Leikkonan Natalie Portman fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Black Swan sem Bretinn Darren Aronofsky leikstýrði.

Ísland kom svo lítillega við sögu á Óskarnum. En heimildarmyndin Inside Job fékk óskarinn fyrir bestu heimildarmyndina, en hún fjallar meðal annars um bankahrunið sem varð hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×