Erlent

Neita að yfirgefa torgið fyrr en forsetinn segir af sér

Frá Jemen.
Frá Jemen.
Þúsundir manna hafa mótmælt á torgi fyrir framan háskólann í Sanaa höfurborg Jemen frá því í gær. Mótmælendur hafa slegið upp tjaldbúðum á torginu og neita að yfirgefa það fyrr en Ali Abdullah Saleh forseti landsins hefur sagt af sér.

Mótmælendur sitja á torginu og stöðugt bætist í hópinn. Tilraunir útsendara stjórnvalda til að leysa upp mótmælin hafa engan árangur borið. Torgið hefur verið miðdepill mótmæla í landinu undanfarnar vikur.

Forsetinn nýtur stuðnings Bandaríkjastjórnar og en stjórnvöld í Jemen hafa aðstoðað Bandaríkjamenn í baráttunni gegn Al-Qaida. Saleh forsetu hefur verið við völd í 32 ár.

Nokkurn hundruð manns hafa komið saman til stuðnings forsetanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×