Erlent

Pizzuát bjargaði lífi konu

Pizzasendillinn hafði áhyggjur af Jean Wilson og fór heim til hennar þar sem hún hafði dottið og lá hjálparlaus.
Pizzasendillinn hafði áhyggjur af Jean Wilson og fór heim til hennar þar sem hún hafði dottið og lá hjálparlaus. Mynd úr safni
Jean Wilson hafði pantað sér pizzu á Domino's á hverjum einasta degi í þrjú ár og þegar hún hafði ekki hringt í þrjá daga fóru starfsmenn fyrirtækisins eðlilega að hafa áhyggjur af henni.

Á hverjum degi í þrjú ár hringdi Jean og pantaði sér sömu gerð af pizzu. Hún var góður kúnni og þekktu starfsmennirnir hana vel, því hún hringdi alltaf á sama tíma og pantaði sömu gerð af pizzu. Einn daginn hringdi hún ekki og þegar hún hafði ekki hringt í þrjá daga fór pizzasendillinn Susan Guy að heimili hennar.

Eftir að hafa bankað mörgum sinnum á hurðina án þess að Jean kæmi til dyra, fór hún og ræddi við nágranna hennar sem sögðust ekki hafa séð hana í nokkra daga. Hún ákvað því að hringja á lögregluna. Lögreglan kom stuttu síðar á staðinn og braut upp hurðina.

Þar lá Jean á gólfinu, en hún hafði dottið og gat ekki hreyft sig til að hringja á hjálp.

Hún var flutt á sjúkrahús og er líðan hennar stöðug, samkvæmt upplýsingum frá lækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×