Erlent

Gaddafi ávarpar stuðningsmenn á Græna torginu

Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, hélt ræðu á Græna torginu í Trípolí, höfuðborg landsins. Í ræðu sinni, sem fjölmenni hlustaði á, sagðist hann tilbúinn tilbúinn til þess að vopna stuðningsmenn sína.

Ræðan var undarleg að öðru leytinu til, en sérfræðingur sem rætt var við á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni sagði Gaddafi reyna að höfða til tilfinninga stuðningsmanna sinna með tilfinningahlöðnum ræðum.

Talið er að þrír hafi látist í dag í átökum á mili öryggissveita og mótmælenda. Alls er talið að um þúsund mótmælendur hafi látist í átökunum frá því þau hófust stuttu eftir að Mubarak fór frá í Egyptalandi.

Tripoli er að hluta til á valdi mótmælenda. Borgir á borð við Tobruk og Bengazi eru nú alfarið á valdi fólksins en þar hafa hópar og nefndir verið skipaðar til að sjá um öryggismál, heilbrigðismál og annað í þeim dúr.

Það er helst í höfuðborginni Tripoli og í nágrenni hennar sem Gaddafi hefur tekist að berja niður uppreisnaröflin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×