Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, vill fá mun meira frá franska framherjanum Karim Benzema sem hefur ekki staðið undir væntingum hjá Real Madrid.
Benzema hefur fengið mörg tækifæri í vetur þar sem Gonzalo Higuain meiddist en hefur ekki nýtt tækifærin sín nógu vel. Mourinho segir að Benzema geti mun betur.
"Það vita allir hvað býr í þessum strák. Hann veit það líka sjálfur og hann veit hvað hann þarf að bæta. Hann er að vinna í sínum málum og að styrkjast," sagði Mourinho.
Benzema náði að skora gegn Lyon og var afar ánægður með að hafa skorað gegn gömlu félögunum þó svo hann hefði ekki fagnað markinu.
Mourinho: Benzema getur betur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn

