Erlent

Fogh kallar saman sendifulltrúa Atlantshafsbandalagsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Fogh Rasmussen er framkvæmdastjóri NATO. Mynd/ afp.
Anders Fogh Rasmussen er framkvæmdastjóri NATO. Mynd/ afp.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur kallað saman sendifulltrúa bandalagsins á neyðarfund til að ræða ástandið í Líbíu. Fundurinn verður haldinn í dag. Þar stendur til að ræða brottflutning þeirra Vesturlandabúa sem eru í landinu og mögulegar hernaðaraðgerðir til að fást við ástandið þar.

Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis í nótt við leiðtoga Bretlands, Frakklands og Ítalíu um leiðir til að stöðva ofbeldið í Líbýu. Þá hafa forystumenn Evrópusambandsríkjanna einnig verið að ræða málin sín á milli. Harðir bardagar geysuðu í Líbýu í nótt.

Talið er að fjöldi látinna í átökunum þar undanfarna daga megi telja í þúsundum. Harðir bardagar geysuðu víða í landinu í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×