Erlent

Kanadamenn notuðu Agent Orange við gróðureyðingu

Stjórnvöld í Kanada hafa viðurkennt að sýsla í landinu hafi notað hið alræmda plöntueitur Agent Orange við að hreinsa runna meðfram vegum sínum á níunda áratug síðustu aldar.

Blaðið Toronto Star greindi frá þessu og í framhaldinu hefur samgöngumálaráðherra Kanada lofað opinberri rannsókn á þessu máli.

Bandaríkjaher notaði milljónir lítra af Agent Orange í Víetnam stríðinu á árunum 1962 til 1970. Afleiðingarnar voru skelfilegar fyrir Víetnama því mikill fjöldi barna fæddist með alvarlega fæðingargalla á þeim svæðum þar sem notkun Agent Orange var sem mest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×