Erlent

Geimferjan Discovery í sinni síðustu geimferð

Bandaríska geimferjan Discovery er nú í sinni síðustu geimferð. Sú ferð markar jafnframt upphafið að endalokum geimferjuáætlunnar NASA sem staðið hefur yfir undanfarin 30 ár.

Discovery var skotið á loft frá Flórída skömmu fyrir miðnættið í gærkvöldi. Hún er með vistir og búnað fyrir Alþjóðlegu geimstöðina ISS þar á meðal nýja gerð af vélmenni sem prófa á í geimnum.

Um er að ræða 39. ferð Discovery en hún ferjan hefur verið í notkun allt frá árinu 1984. Ástæða þess að NASA hættir nú geimferjuáætlun sinni er að ferjurnar eru orðnar of kostnaðarsamar í rekstri og NASA vill nota meira fjármagn í nýjar ferjur sem eru minni og geta flogið lengra út í geiminn en bara að ISS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×