Innlent

Ólafur Ragnar: Dorrit lítur svona vel út því hún hefur aldrei reykt

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

„Við Dorrit eigum það sameiginlegt eins og margt annað, að við höfum hvorugt okkar nokkru sinni reykt," sagði Ólafur Rangar Grímsson, forseti Íslands, í erindi sem hann flutti í Lækjarskóla í Hafnarfirði á dögunum.



Forsetahjónin heimsóttu skólann vegna þess að á síðasta ári vann skólinn Íslensku menntaverðlaunin og komu hjónin í skólann til að kynna sér starfið sem þar fer fram.



Í myndbandi sem ber yfirskriftina „Fjölmiðladrottning í einn dag" sem Fjölmiðladeild Flensborgar og Hafnarfjarðarbær standa nú að, segir bæjarfulltrúinn Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, frá jákvæðum fréttum í bænum. Í heimsókn forsetahjónanna ræddi forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar meðal annars um mikinn og góðan árangur sem náðst hefur í forvarnarstarfi skólans.



Í ræðu sem Ólafur Ragnar hélt í skólanum segist hann aldrei hafa reykt, og ekki heldur eiginkona hans Dorrit Moussaieff. „Ég held að Dorrit líti ennþá svona vel út, þó hún sé nú að eldast, meðal annars því hún hefur aldrei reykt," sagði forsetinn og bað því næst Dorrit um að standa upp og sýna viðstöddum hversu vel hún liti út og skellti upp úr. Dorrit sat þó sem fastast.



Hægt er að sjá myndbandið hér. Brot úr ræðu Ólafs Ragnars kemur fyrir þegar sjö mínútur eru liðnar af myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×