Erlent

Dómari fellst á framsal Assange til Svíþjóðar

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Breskur dómari hefur samþykkt framsal Julian Assange til Svíþjóðar vegna nauðgunarásakana á hendur honum. Assange hefur staðfastlega neitað ásökununum og hefur barist hart gegn því að verða framseldur til Svíþjóðar. Fyrir dómi fyrr í mánuðinum héldu lögmenn Assange því fram að evrópska handtökuskipunin eigi ekki við í þessu máli þar sem ekki sé búið að ákæra hann. Fastlega er búist við því að Assange áfrýji úrskurðinum.

Þá sögðu þeir að meint lögbrot hans væru ekki nógu alvarleg til að réttlæta framsal og að hann myndi ekki hljóta sanngjörn réttarhöld í Svíþjóð. Saksóknari heldur því hins vegar fram að þrátt fyrir skort á ákæru sé verið að sækja Assange til saka, ekki bara kalla hann til yfirheyrslu, og framsalsbeiðnin eigi því rétt á sér. Assange óttast það að meiri líkur séu á að hann verði framseldur til Bandaríkjanna frá Svíþjóð en Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×