Erlent

Lést eftir að hafa spilað tölvuleiki í þrjá sólarhringa

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Kínverskur maður á þrítugsaldri lést eftir að hafa spilað tölvuleiki samfleytt í þrjá sólarhringa. Maðurinn hafði ekkert sofið, borðað né staðið upp úr stólnum sínum þegar leið yfir hann á mánudagskvöld á internet kaffihúsi í nágrenni við Peking, höfuðborg Kína.

Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og var úrskurðaður látinn þegar hann kom á spítalann. Maðurinn hafði borgað um 175 þúsund krónur í tölvuleikjaspil mánuðina áður en hann lést.

Lögreglan lagði hald á nokkrar tölvur á kaffihúsinu til rannsóknar og hefur útilokað að um sakhæft athæfi hafi verið að ræða.

Talið er að yfir 30 milljónir Kínverja séu háðir tölvuleikjaspili á internetinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×