Erlent

Of margir vinir á Facebook geta valdið kvíða

Helga Mjöll skrifar
Þrír af hverjum tíu sögðust finna fyrir samviskubiti ef þeir neituðu vinabeiðnum.
Þrír af hverjum tíu sögðust finna fyrir samviskubiti ef þeir neituðu vinabeiðnum.
Samkvæmt nýrri könnun sem skoski sálfræðingurinn Dr. Kathy Charles framvkæmdi á 200 nemendum í Edinburgh Napier háskólanum, geta notendur Facebook, sem eru í dag um 500 miljónir, fundið fyrir meiri kvíða en aðrir ef þeir eiga of marga vini á vefsíðunni. Fleiri en einn af hverjum tíu nemendum, fullyrtu að vefsíðan gerði þá kvíðafulla. Einnig kom í ljós að þrír af hverjum tíu sögðust finna fyrir samviskubiti ef þeir neituðu vinabeiðnum.

Í rannsókninni kom í ljós að um 12% nemenda þætti leiðinlegt að fá nýjar vinabeiðnir, á meðan 63% sögðust oft svara vinabeiðnum seint og jafnvel sleppa því. Charles fullyrðir að þeir notendur sem eiga marga vini, eyði miklum tíma í að skoða vefsíðunna og finni þá í kjölfarið fyrir meira stressi. "Þetta er eins og að spila fjárhættuspil. Notendur geta orðið mjög taugaveiklaðir á spennunni. Þeir vita ekki með vissu hvort þeir eiga að hætta ef ske kynni af þeir misstu af einhverju bitastæðu. Þeim finnst þeir vera tilneyddir til þess að koma reglulega með stöðuuppfærslur úr þeirra daglega lífi fyrir þennan stóra vinahóp," sagði Charles.

Charles líkir síðunni við litlar fréttastöðvar þar sem keppst er um að eiga sem flesta áhorfendur. "Því fleiri vini sem þú átt, því frægari ertu og er þá meiri pressa á að þú segir eitthvað fréttnæmt um þig. Það getur valdið miklum kvíða hjá sumum," segir Charles og bætir við að margir nemendur sögðu að það besta við Facebook væri hversu auðvelt er að hafa samband við fólk. En vegna þessa góða tengslanets væru margir hræddir við að hætta að nota vefsíðuna og glata þannig sambandi við annað fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×