Erlent

Gaddafi sagði Berlusconi að allt væri í lagi hjá sér

Muammar Gaddafi leiðtogi Líbýu hringdi í gærdag í vin sinn Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Gaddafi mun hafa tjáð Berlusconi að allt væri í stakasta lagi hjá sér og að ofbeldið í landinu beindist einkum að hernum.

Innanríkisráðherra Ítalíu segir að Berlusconi hafi hvatt Gaddafi til að hætta ofbeldisaðgerðum sínum gegn mótmælendum.

Fjárfestingarsjóður Líbýustjórnar hefur fjárfest fyrir tugi milljarða dollara á Ítalíu, Sjóðurinn á meðal annars 7,5% hlut í fótboltaliðinu Juventus, 2% hlut í Fiat bílaverksmiðjunum og hlut í UniCredit eins af stærstu bönkum Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×