Erlent

Öryggisráðið fordæmir stjórnvöld í Líbýu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldi stjórnvalda í Líbýu gagnvart almenningi á fundi sem ráðið hélt í gærkvöldi um ástandið í landinu.

Í sameiginlegri yfirlýsingu að fundinum loknum er hvatt til þess að þeir sem beri ábyrgð á ofbeldisverkunum verði sóttir til saka.

Nú er talið að um 300 manns hafi farist í mótmælunum undanfarna daga. Fastafulltrúi Líbíu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ríkisstjórn sín hafi gerst sek um þjóðarmorð.

Þá bættist Innanríkisráðherra landsins í gær í hóp þeirra embættismanna sem sagt hafa af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×