Erlent

Fékk 80 högl í bakið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danska lögreglan tók piltinn sem skaut, en sleppti honum aftur.
Danska lögreglan tók piltinn sem skaut, en sleppti honum aftur.
Fjórtán ára gamall piltur frá Nakskov í Danmörku var lagður inn á spítala á sunnudaginn eftir að hafa verið skotinn í bakið.

Samkvæmt frásögn fréttavefjarins Folketidende.dk af málinu var pilturinn, ásamt átján ára gömlum kunningja sínum, í heimsókn hjá sameiginlegum kunningja þeirra. Skyndilega heyrði pilturinn brak og bresti og í sama mun fann hann fyrir gríðarlegum verki í bakinu. Í sama mund hrópaði sá átján ára gamli að hann hefði ekki gert þetta viljandi.

Það kom svo í ljós að sá síðarnefndi hafði verið að leika sér með byssu og óvart hleypt skoti af. Læknarnir töldu 80 högl í baki stráksins. Þar af voru sextíu högl á svæði sem er álíka stórt og hnefi að ummáli. Sárin voru þó sem betur fer ekki djúp. Pilturinn sem hleypti af skotinu var handtekinn en honum var sleppt þegar ljóst þótti að um voðaskot var að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×