Erlent

Gaddafi: Ég mun deyja píslarvættisdauða

MYND/AP
Muammar Gaddafi Líbíuleiðtogi sagði í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð landsins í dag að ekki komi til greina af sinni hálfu að segja af sér eða yfirgefa landið. Hann sagði að hann hafi áður staðist áhlaup frá Bandaríkjamönnum og Bretum og að hann muni standast þetta áhlaup eins og þau, en almenningur í landinu hefur risið upp gegn einræðisherranum sem ríkt hefur í Líbíu í 42 ár.



Gaddafi segist aldrei ætla að yfirgefa Líbíu og að hann muni deyja þar sem píslarvottur. Gaddafi gagnrýndi fjölmiðla í arabaheiminum harðlega og bannfærði þá sem væru að reyna að koma á óróa í landinu. Þá sagði hann aðra þjóðarleiðtoga róa að því öllum árum að fella stjórnvöld í Líbíu.



„Ég mun ekki gefast upp eins og aðrir leiðtogar hafa gert," sagði einræðisherrann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×