Erlent

Vancouver er besta borg í heimi - fimmta árið í röð

MYND/AP
Vancouver í Kanada er sú borg í heiminum sem best er að búa í ef marka má árlega könnun The Economist intelligence unit. Þetta er fimmta árið í röð sem borgin trónir á toppnum og á meðal tíu efstu borga eru þrjár kanadískar borgir og fjórar ástralskar. Hinar þrjár eru í Nýja Sjálandi, Finnlandi og í Austurríki.



Á eftir Vancouver kemur Melbourne og í þriðja sæti er Vín. Toronto er í fjórða, Calgary í fimmta og Helsinki í því fimmta en Helsinki er sú borg Norðurlandanna sem hæst skorar.



Listinn hefur ekki verið birtur í heild sinni og því er ekki vitað hvar Reykjavík lendir á honum. Daily Mail segir þó frá því að Pittsburgh sé sú bandaríska borg sem best er að búa í og sama er að segja um Manchester á Englandi.



Verst þykir að búa í Harare í Zimbabve og Dhaka í Bangladess fylgir í kjölfarið.



Könnunin tekur á fimm þáttum, stöðugleika, heilbrigðisþjónustu, menningu og umhverfi og menntunarmöguleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×