Körfubolti

Njarðvík vann B-deildina - Fjölnir fallið í 1. deild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dita Liepkalne.
Dita Liepkalne. Mynd/Anton
Njarðvíkurkonur tryggðu sér sigur í B-deildinni og leik á móti Haukum í fyrstum umferð úrslitakeppninnar eftir 75-68 sigur á Snæfelli í Njarðvík lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell mætir KR í hinni viðureigninni en Fjölnir er fallið úr deildinni eftir stórt tap á móti Grindavík.

Njarðvík kemur inn í úrslitakeppnina á miklu skriði en þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð því liðið vann alla leiki sína í B-deildinni. Snæfell var í góðri stöðu en missti efsta sætið eftir að hafa tapað fjórum síðustu leikjum sínum.

Deildarmeistarar Hamars enduðu frábæra deildarkeppni með því að vinna 19 stiga sigur á Keflavík í Keflavík en Keflavíkurliðið tapaði þarna sínum öðrum leik í röð. Fimm leikmenn Hamars skoruðu tólf stig eða meira í leiknum.

Það var mun meiri spenna í hinum leiknum í A-deildinni þar sem KR vann 74-73 sigur á Haukum eftir framlengdan leik á Ásvöllum. Chazny Morris tryggði KR sigurinn á vítalínunni eftir að Lovísa Henningsdóttir, sextán ára dóttir þjálfara Hauka, hafði tryggt Haukum framlengingu.

Úrslit og stigaskor leikmanna í leikjum kvöldsins:Haukar-KR 73-74 (17-27, 19-16, 14-17, 18-8, 5-6)

Haukar: Margrét Rósa Hálfdánardótir 18/6 fráköst, Kathleen Patricia Snodgrass 13/7 fráköst, Íris Sverrisdóttir 10, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 9, Lovísa Björt Henningsdóttir 8/10 fráköst/5 varin skot, Guðrún Ósk Ámundardóttir 5/5 stolnir, Dagbjört Samúelsdóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 5.

KR: Chazny Paige Morris 33/11 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 12, Hildur Sigurðardóttir 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Einarsdóttir 8/7 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 6/6 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/5 fráköst.



Keflavík-Hamar 72-91 (20-27, 9-21, 21-22, 22-21)

Keflavík: Jacquline Adamshick 22/15 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 19/8 fráköst, Marina Caran 12/6 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 6/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Bryndís Guðmundsdóttir 4/4 fráköst, Árný Sif Kristínardóttir 2, Marín Rós Karlsdóttir 2.

Hamar: Slavica Dimovska 21/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 19/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 16/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14, Jaleesa Butler 12/15 fráköst/5 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Adda María Óttarsdóttir 2.



Fjölnir-Grindavík 66-94 (14-37, 19-19, 19-19, 14-19)

Fjölnir: Natasha Harris 34/12 fráköst/7 stolnir, Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/4 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Bergdís Ragnarsdóttir 4, Eva María Emilsdóttir 4, Erna María Sveinsdóttir 3, Margrét Loftsdóttir 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2.

Grindavík: Janese Banks 32/6 fráköst, Agnija Reke 13/5 fráköst/7 stoðsendingar, Helga Hallgrímsdóttir 11/14 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 9, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 9, Heiða B. Valdimarsdóttir 6, Harpa Hallgrímsdóttir 6, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Alexandra Marý Hauksdóttir 3, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 2.



Njarðvík -Snæfell 75-68 (14-15, 22-22, 23-19, 16-12)

Njarðvík : Dita Liepkalne 21/9 fráköst, Julia Demirer 19/13 fráköst, Shayla Fields 19, Ólöf Helga Pálsdóttir 8/5 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 5, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2, Ína María Einarsdóttir 1.

Snæfell : Alda Leif Jónsdóttir 15/4 fráköst, Monique Martin 14/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Laura Audere 13/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 12/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4/5 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Hildur Björg Kjartansdóttir 2/5 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×