Giannis á leið á sína fyrstu Ólympíuleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 06:31 Giannis Antetokounmpo fær loksins að upplifa það að spila á Ólympíuleikunum en Grikkir komust þangað í fyrsta sinn í sextán ár. EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Grikkland, Brasilía, Spánn og Púertó Ríkó voru síðustu fjórar þjóðirnar til að tryggja sér sæti í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í París. Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði í öruggum 80-69 sigri á Króatíu í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Giannis skoraði 23 stig en í leiknum á undan enduðu Grikkir Ólympíudraum Luka Doncic og félaga í slóvenska landsliðinu. Georgios Papagiannis var með 19 stig í þessum leik og Nick Calathes skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn frá á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Grikkir fá að vera með í körfuboltakeppni karla. Gríska liðið spilar í A-riðli á ÓL í París með Ástralíu, Kanada og Spáni. Þetta skipti Giannis mjög miklu máli en kappinn var í tilfinningalegu uppnámi eftir að úrslitin voru ljós eins og sjá má hér fyrir neðan. Giannis emotional after qualifying for Olympics 🥹💙He leads Greece to their first Olympics since 2008 🇬🇷(via @FIBA)pic.twitter.com/eM31ZxPoL2— Bleacher Report (@BleacherReport) July 7, 2024 Spánverjar tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 86-78 sigri í hörkuleik á móti Bahamaeyjum. Lorenzo Brown var stigahæstur hjá Spáni með 18 stig og Willy Hernangomez skoraði 15 stig. Hjá Bahamaeyjum voru NBA leikmennirnir Buddy Hield (19 stig), Deandre Ayton (17 stig og 14 fráköst) og Eric Gordon (15 stig) atkvæðamestir. Brasilíumenn tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 94-69 sigri á Lettlandi í úrslitaleik í undanriðlinum sem var spilaður á heimavelli Letta. Brasilíumenn fóru á 19-0 sprett í lok fyrsta leikhluta til að taka yfir leikinn. Giannis and Greece dominated Luka and Slovenia 96-68 to move to the final round of the Olympic Qualifying Tournament 👀🔥Slovenia will NOT be in the 2024 Olympics pic.twitter.com/Qhi8sEMLfu— Bleacher Report (@BleacherReport) July 6, 2024 Bruno Caboclo var atkvæðamestur Brassana með 21 stig og Leo Meind skoraði 20 stig. Brasilíumenn verða í B-riðli með Frökkum, Þjóðverjum og Japan. Púertó Ríkó vann 79-68 sigur á Litháen og varð tólfta og síðasta liðið til að komast á Ólympíuleikana. Jose Alvarado, sem spilar með New Orleans Pelicans var stigahæstur með 23 stig en Tremont Waters skoraði 18 stig. Púertó Ríkó spilar í C-riðli með Bandaríkjunum, Serbíu og Suður-Súdan. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira
Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði í öruggum 80-69 sigri á Króatíu í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Giannis skoraði 23 stig en í leiknum á undan enduðu Grikkir Ólympíudraum Luka Doncic og félaga í slóvenska landsliðinu. Georgios Papagiannis var með 19 stig í þessum leik og Nick Calathes skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn frá á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Grikkir fá að vera með í körfuboltakeppni karla. Gríska liðið spilar í A-riðli á ÓL í París með Ástralíu, Kanada og Spáni. Þetta skipti Giannis mjög miklu máli en kappinn var í tilfinningalegu uppnámi eftir að úrslitin voru ljós eins og sjá má hér fyrir neðan. Giannis emotional after qualifying for Olympics 🥹💙He leads Greece to their first Olympics since 2008 🇬🇷(via @FIBA)pic.twitter.com/eM31ZxPoL2— Bleacher Report (@BleacherReport) July 7, 2024 Spánverjar tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 86-78 sigri í hörkuleik á móti Bahamaeyjum. Lorenzo Brown var stigahæstur hjá Spáni með 18 stig og Willy Hernangomez skoraði 15 stig. Hjá Bahamaeyjum voru NBA leikmennirnir Buddy Hield (19 stig), Deandre Ayton (17 stig og 14 fráköst) og Eric Gordon (15 stig) atkvæðamestir. Brasilíumenn tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 94-69 sigri á Lettlandi í úrslitaleik í undanriðlinum sem var spilaður á heimavelli Letta. Brasilíumenn fóru á 19-0 sprett í lok fyrsta leikhluta til að taka yfir leikinn. Giannis and Greece dominated Luka and Slovenia 96-68 to move to the final round of the Olympic Qualifying Tournament 👀🔥Slovenia will NOT be in the 2024 Olympics pic.twitter.com/Qhi8sEMLfu— Bleacher Report (@BleacherReport) July 6, 2024 Bruno Caboclo var atkvæðamestur Brassana með 21 stig og Leo Meind skoraði 20 stig. Brasilíumenn verða í B-riðli með Frökkum, Þjóðverjum og Japan. Púertó Ríkó vann 79-68 sigur á Litháen og varð tólfta og síðasta liðið til að komast á Ólympíuleikana. Jose Alvarado, sem spilar með New Orleans Pelicans var stigahæstur með 23 stig en Tremont Waters skoraði 18 stig. Púertó Ríkó spilar í C-riðli með Bandaríkjunum, Serbíu og Suður-Súdan.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært Sjá meira