Innlent

Fimm þúsund króna sekt fyrir að skafa snjóinn ekki almennilega af bílnum

Þú getur orðið fimm þúsund krónum fátækari fyrir að skafa snjóinn ekki almennilega af bílnum.
Þú getur orðið fimm þúsund krónum fátækari fyrir að skafa snjóinn ekki almennilega af bílnum.
Þeir ökumenn sem skafa ekki almennilega af bílrúðum á bílum sínum geta átt yfir höfði sér fimm þúsund króna sekt. Tíu ökumenn á höfuðborgarsvæðinu voru teknir í morgun eftir að hafa farið af stað án þess að skafa almennilega af bílrúðunum.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumenn geti sett sjálfa sig og aðra vegfarendur í hættu með takmörkuðu útsýni. „ Lögreglan hefur haft afskipti af mörgum ökumönnum fyrir áðurnefndar sakir í gegnum árin, m.a. við bæði leik- og grunnskóla en þar má lítið út af bregða í skammdeginu," segir í tilkynningunni. Lögregla biður ökumenn að taka sig á og skafa af bílrúðunum en með því er öryggi allra betur tryggt.

„Sá sem er trassi í þessum efnum á jafnframt yfir höfði sér 5 þúsund króna sekt en hún á við um hélaðar rúður á ökutæki. Um það má lesa í 59. gr. reglugerðar um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim," segir ennfremur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×