Erlent

Stálu 243 milljónum frá nunnum

Mynd tengist ekki beint
Mynd tengist ekki beint Mynd/Getty
Spænska lögreglan leitar nú að þjófum sem stálu um 243 milljónum króna í seðlum af nunnum í bænum Zaragoza á dögunum. Nunnurnar geymdu peninga í plastpokum í nunnuklaustri sínu en þær höfðu safnað þeim í fjölda ára.

Talsmaður lögreglunnar segir að nunnurnar hafi haft samband við lögregluna og tilkynnt að þegar þær komu heim hafi verið búið að brjótast inn í klaustrið og peningarnir hafi verið teknir.

Nunnurnar hafa búið í klaustrinu í mörg ár og hafa aflað sér tekna meðal annars með því að binda inn bækur. Ein af þeim hefur þó selt málverk undanfarin ár sem gæti útskýrt magn peninganna sem geymt var í klaustrinu.

Fjölmiðlar í bænum segir að málverk nunnanna séu mjög verðmæt og hafi stykkið selst á um 7 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×