Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain hefur verið lengi frá vegna meiðsla en gæti náð leik Real Madrid gegn Barcelona úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar í næsta mánuði.
Hann gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í baki í janúar og var þá talið að hann yrði ekki meira með á tímabilinu. Real Madrid fékk Emmanuel Adebayor að láni frá Manchester City til að leysa hann af hólmi.
Endurhæfing Higuain hefur hins vegar gengið mjög vel og nú er talið raunhæft að hann gæti náð framansögðum leik.
Real og Barca eigast við í deildinni aðeins fjórum dögum áður og hafa spænskir fjölmiðlar einnig fjallað um að hann gæti komið við sögu í þeim leik líka.
Sjálfur greindi Higuain í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins ekki frá því hvort hann ætlaði að ná leikjunum gegn Barcelona en sagðist þó hafa sett sér markmið.
„Einhver sagði mér um daginn að maður er fljótari að ná sér af meiðslum ef maður setur sér markmið," sagði Higuain.
Verður Higuain með gegn Barcelona?
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn


Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn
