Erlent

Standast ekki sveitir Gaddafis

Óli Tynes skrifar
Moammar Gaddafi
Moammar Gaddafi
Moammar Gaddafi heldur áfram að láta orrustuþotur gera árásir á uppreisnarmenn í Libyu. Jafnframt gera bryndrekar hans og hersveitir árásir sínar nánast að vild. Þótt mikill hugur sé í uppreisnarmönnum og þeir segist tilbúnir til að deyja fyrir málstaðinn eru þeir mjög óskipulagðir.

Þeir hafa heldur hvorki þá þjálfun né þann búnað sem þeir þurfa til að geta staðið í sveitum leiðtogans. Sérstaklega vekja loftárásir mikla skelfingu og upplausn. Því verða nú umræður heitari um að sett verði flugbann á Libyu og alþjóðlegar flugsveitir sjá um að orrustuþotur Gaddafis verði ekki notaðar í átökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×