Erlent

Charlie Sheen ætlar í mál

Mynd/AP
Hæst launaði sjónvarpsleikari Bandaríkjanna, Charlie Sheen ætlar að kæra fyrrverandi vinnuveitendur sína sem ráku hann í gærkvöldi. Warner Bros, sem framleiðir vinsælu  gamanþættina Two and a Half Men, tilkynnti um brottreksturinn í gærkvöldi.

Fréttirnar koma ekki sérlega mikið á óvart fyrir þá sem fylgst hafa með Sheen síðustu vikur, en hann hefur greinilega verið í töluverðu andlegu ójafnvægi og komið fram í hverju viðtalinu á fætur öðru þar sem hann er hreinlega óskiljanlegur. Hann hefur líka verið duglegur við að senda út undarleg skilaboð á Twittersíðu sinni og setti hann heimsmet þegar hann náði í milljón aðdáendur á síðunni á rúmum sólarhring.

Aðdáendafjöldinn var kominn í tvær milljónir fjórum dögum síðar. Sheen var launahæsti leikarinn í bandarísku sjónvarpi en framleiðslu þáttanna var hætt tímabundið í janúar. Eftir að fregnir bárust af brottrekstrinum í gærkvöldi hefur Sheen þegar látið hafa eftir sér að hann muni fara í mál.


Tengdar fréttir

Charlie Sheen selur kókómjólk á Twitter

Charlie Sheen hefur sett leikferil sinn á hilluna í bili og einbeitir sér að viðskiptum í augnablikinu. Sheen hefur tekið að sér að selja Broquiere kókómjólk á Twitter síðu sinni. Kókómjólkin hefur rokselst eftir að Sheen fór að mæla með henni.

Hver sagði hvað - Gaddafi eða Charlie Sheen?

Um fáa hefur verið meira rætt og ritað síðustu vikurnar en einræðisherrann Muammar Gaddafi og sjónvarpsstjörnuna Charlie Sheen. Báðir hafa verið í vandræðum heimafyrir, Gaddafi hefur ofboðið landsmönnum sínum og Sheen hefur ofboðið framleiðendum þáttarins Two and a Half Men.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×