Fótbolti

Ballack ætlar að yfirgefa Leverkusen í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ballack er ekki nógu hress þessa dagana.
Ballack er ekki nógu hress þessa dagana.
Ferill þýska miðjumannsins, Michael Ballack, er á hraðri niðurleið. Hann er orðinn fjórði í vali á miðjumönnum hjá Bayer Leverkusen og mun því væntanlega yfirgefa félagið í sumar.

Svo pirraður er Ballack að hann neitaði að sitja á bekknum hjá liðinu um helgina.

"Hann er ekki í eins góðu formi og þrír til fjórir aðrir leikmenn sem við höfum. Michael sér sig ekki sem varamann," sagði Jupp Heynckes, þjálfari Leverkusen.

Heynckes segir að það sé allt í góðu á milli sín og Ballack. Engu að síður ætlar Ballack að söðla um næsta sumar.

Miðjumaðurinn er orðinn 34 ára gamall og er samningsbundinn félaginu til 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×