Erlent

Gaddafi í gagnsókn

Stjórnarher Líbíu hefur nú hafið gagnsókn í átt að hafnarbænum Ras Lanuf og hefur því hægst á sókn uppreisnarmanna til Trípólí. Bærinn Bin Jawad, sem er í 60 kílómetra fjarlægð frá Ras Lanuf er nú á valdi manna Gaddafis. Uppreisnarmenn hafa síðustu daga sótt fram í átt að Trípólí en nú virðast stjórnarhermenn hafa náð vopnum sínum.

Harðir bardagar hafa geisað í borginni Misrata þar sem búa 300 þúsund manns. Uppreisnarmenn hafa hann þó enn á valdi sínu og er það stærsta borgin á valdi uppreisnarmanna í vesturhluta landsins, en þeir ráða lögum og lofum í austurhlutanum. Læknir á spítalanum í Misrata segir í viðtali við BBC að 21 hafi fallið og hundrað slasast í bardögum í gær. Sameinuðu þjóðirnar hafa tilnefnd fyrrverandi utanríkisráðherra Jórdaníu sem sérstakan erindreka sinn í Líbíu og Ban Ki Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna krefst þess í yfirlýsingu að stjórnvöld í landinu láti þegar í stað af ofbeldi gegn óbreyttum borgurum.

Ban Ki Moon segir ennfremur að utanríkisráðherra Líbíu hafi fallist á að hleypa starfsmönnum stofnunarinnar inn í höfuðborgina Trípólí til þess að leggja mat á neyð óbreyttra borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×