Erlent

Tíu þúsund heimili í Christchurch óíbúðarhæf

MYND/AP
Tíu þúsund heimili í Christchurch á Nýja-Sjálandi hafa verið lýst óíbúðarhæf eftir jarðskjálftann sem þar reið yfir þann 22. febrúar síðastliðinn. Þetta tilkynnti Jophn Key forsætisráðherra landsins í gærkvöldi.

Hann tilkynnti einnig um að þann 18. mars næstkomandi verði jarðskjálftans minnst um land allt en 166 létust í skjálftanum svo vitað sé, en sú tala mun líklega hækka upp í um það bil 200 áður en yfir líkur.

Í gær luku menn við að fara í gegnum rústirnar af dómkirkjunni í borginni og var þeim létt þegar í ljós kom að engin lík voru í kirkjunni. 90 lík fundust hinsvegar í sjónvarpsstöð borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×