Erlent

Lady Gaga brjáluð yfir brjóstamjólkurísnum

Lady Gaga klæddi sig á dögunum í einskonar kótilettukjól, en henni ofbýður hinsvegar brjóstamjólkurísinn á Bretlandi.
Lady Gaga klæddi sig á dögunum í einskonar kótilettukjól, en henni ofbýður hinsvegar brjóstamjólkurísinn á Bretlandi.
Þær vöktu athygli á dögunum fréttirnar af ísbúð í Bretlandi sem hefur tekið upp á því að bjóða rjómaís gerðan úr brjóstamjólk kvenna. Nú hefur Lady Gaga blandast í málið.

Fyrsta framleiðsla framleiðsla íssinsseldist upp á augabragði en heilbrigðisyfirvöld blönduðu sér síðan í málið og er nú verið að kanna hvort ísinn uppfylli ströngustu gæðakröfur sem gerðar eru til framleiðslu af þessu tagi. Þangað til verða aðdáendur að bíða. En nú hefur bandaríska poppstjarnan Lady Gaga flækt hlutina en ísinn er markaðssettur undir nafninu BabyGaga, sem lögmönnum stjörnunnar finnst ótækt og krefjast þess að nafninu verði breytt.

Lögfræðistofan Mischon de Reya, sem Íslendingar muna kannski eftir úr Icesave málinu, hafa gefið framleiðendunum frest fram á miðvikudag til þess að breyta nafninu ella verði höfðað mál á grundvelli þess að verið sé að nýta sér frægð stjörnunnar til þess að selja vöru sem mörgum býður við.

Það er raunar saga til næsta bæjar að Lady Gaga ofbjóði nokkuð, en hún þykir yfirleitt dansa á línunni þegar kemur að smekklegheitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×