Erlent

Vélhjólafélagi Che Guevara látinn

Úr kvikmyndinni Motorcycle Diaries.
Úr kvikmyndinni Motorcycle Diaries.
Alberto Granado er látinn. Hann var 88 ára gamall þegar hann lést á Kúbu. Alberto er sennilega þekktastur fyrir að vera góðvinur byltingarsinnans, Che Guevara, en saman ferðustu þeir vítt og breitt um Suður-Ameríku um miðja síðustu öld.

Það ferðalag varð svo að eftirminnilegri kvikmynd sem heiti Motorcycle Diaries.

Myndin sagði frá ferðalagi þeirra félaga en þeir voru þá báðir læknanemar. Ferðin hafði örlagarík áhrif á Che Guerra því þar kynntist hann eymd og fátækt í Suður-Ameríku, sem varð til þess að hann skar upp herör gegn ríkjandi völdum með kommúnískar hugsjónir að vopni.

Alberto flutti til Kúbu frá Argentínu árið 1960 eftir að Che Guerra bauð honum til landsins. Alberto kenndi lífefnafræði í háskólanum í Havana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×