Erlent

Utanríkisráðherra Japans segir af sér

Seiji Maehara.
Seiji Maehara.
Utanríkisráðherra Japans, Seiji Maehara, sagði af sér um helgina eftir að hann tók við fjárframlögum frá erlendum ríkisborgara. Lög í Japan kveða á um að stjórnmálamenn megi ekki taka við fjárframlögum frá erlendum einstaklingum.

Það var Suður-kóreskur ríkisborgari sem styrkti ráðherrann um 50 þúsund jen, eða um 70 þúsund krónur.

Afsögn ráðherrans er mikið áfall fyrir forsætisráðherra Japans, Naoto Kan, sem hefur barist fyrir því að fá umdeilt fjárlagafrumvarp samþykkt á þingi.

Þá er afsögnin ekki síður áfall fyrir forsætisráðherrann þar sem litið var á utanríkisráðherrann sem arftaka hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×