Erlent

Ríkissjónvarpið lýgur að Líbíumönnum

Gaddafi er að ná vopnum sínum til baka samkvæmt ríkissjónvarpi Líbíu.
Gaddafi er að ná vopnum sínum til baka samkvæmt ríkissjónvarpi Líbíu.
Ríkissjónvarpsstöð Líbíu greindi frá því í nótt að hermenn þjóðarinnar væri tryggir Muamma Gaddafi. Jafnframt var því haldið fram að þeir hafi náð töluverðum árangri í að bæla niður uppreisnina í Líbíu en mótmælendur hafa náð völdum í stórum hluta landsins í vopnuðum átökum við hermenn Gaddafis, undanfarnar tvær vikur.

Því var haldið fram af ríkismiðlinum að herinn hafi náð völdum í gær í borgunum Misrata, Ras Lanuf og Tobruk. Hins vegar hafa uppreisnarmenn og íbúar borganna haldið því fram í öðrum miðlum að mótmælendur séu enn við völd í þessum borgum.

Ríkismiðillinn hélt því einnig fram að skot og sprengjuhljóð, sem ómuðu um höfuðborg landsins í nótt, hafi verið hermenn að fagna sigri sínum á uppreisnarmönnum.

Fréttamenn breska ríkisútvarpsins í Líbíu segja hins vegar fréttaflutninginn hreinan uppspuna og að allt bendi til þess að mótmælendur hafi enn yfirhöndina í Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×